Alfa í netheimum

Friday, April 20, 2007

Rífandi stemning á Mr. Skallagrímssyni


Við fórum með vinnunni á Sögusetrið í Borgarnesi á síðasta vetrardag. Það var mjög skemmtilegt. Fyrst var boðið í mat og síðan hófst leiksýningin Mr. Skallagrímsson í flutningi Benedikts Erlingssonar. Þetta var allt mjög skemmtilegt og sýningin stórkostleg, bæði upplýsandi og með miklum húmor og skemmtilegheitum. Það var gríðarlega gaman að mæta á söguslóðir Eglu og vera bent út um gluggan þar sem knörrin lögðu að á landnámsöld. Já, nú ætla ég bara að drífa börnin mín á sýninguna og sjá leikritið aftur. Nú, ekki er verra að draga fram Eglu og rifja aðeins upp ættarsögu Kveldúlfs, tveggja Þórólfa, Egils, Ásgerðar, Gunnhildar og allra sögupersónanna. Títt var rætt um sveitarstjórnarmál í Noregi um 870 og þá í tengslum við Harald Hárfagra. Sögusetrið í Borgarnesi er alveg frábært framtak. Hér að ofan eru vinnufélar mínir, þeir Guðjón og Maggi Héðins í góðum fíling áður en sýningin hófst. Ekkert smá flott dísæn húfa sem GM skartar.

Monday, April 16, 2007

Spennan magnast

Er bara í góðum fíling. Við vinkonurnar erum að undirbúa Lundúnaferð í maí. Allt er að ganga upp hjá okkur og spennan magnast. Undirbúningur er hafin Bandaríkjum Norður Ameríku, á Fróni og síðan á Montipieler í UK. Já, það er ekkert verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Sunday, April 01, 2007

Líka fermig hjá Þórunni Hjartadóttur og fjölskyldu


Við vorum boðin til Tótu og familiu í fermingarveislu Júlla. Veislan var að að sálfsögðu haldin í Framsóknarsalnum í Kópavogi. Þarna var margt um manninn, örugglega um 100 manna veisla með íslensku og þjóðlegu bakkelsi og þvílíkum hnallþórum og gúmmolaði. Tóta var í sparidressinu og Júlli var svo fallegur, í teinóttum fötum og í bleikri skyrtu með bleikt bindi. Familían var á fullu í eldhúsinu og allt var þetta með miklum myndarbrag. Gaman var að sjá allt fólkið þarna í veisluni. Normið hjá Þórunni er svo stórt og allir eru alltaf velkomnir. Vinir og vandamenn úr Hlíðarhjallanum, Unnar þrjár og fleiri sem ég kann ekki að nefna. Auðvitað var Gunni Svenna bróðir mættur með sparibindið. Hér að ofan er undirrituð, Tóta og Gunni og Larson sjálfur á bakvið. Umræðurnar voru fjörugar, rætt um álver og bílaviðgerðir, pólitík og margt fleira skemmtilegt. Bara að manni hitnaði ekki í hamsi ...

Ferming hjá Halldóri og Siggu


Við vorum boðin í fermingarveislu til Halldórs og Siggu í Skógarhjallann í dag. Arnar Ingi var að fermast og haldið var veglegt fjölskylduboð í tilefni dagsins. Pabbi mætti í sparidressinu og í hjólastólnum. Bárður sótti hann og þetta var alls ekkert mál þegar allt kom til alls. Hér er sá gamli með fermingarbarninu, Arnari, og Siggu mömmu. Síðan var Linda Björk svo falleg að það varð líka að taka mynd af henni með langafa.