Alfa í netheimum

Monday, March 24, 2008

Svíþjóðarferðin í ár


Við áttum mjög skemmtilega páska fórum til Svíþjóðar og heimsóttum Auði og Roger. Við gistum heima hjá þeim í Huddinge sem er rétt fyrir utan Stokkhólmsborg. Við studdumst við lestarsamgöngur og ferðuðumst fram og til baka um borgina í heila viku. Við fórum á sýningar og söfn og áttum góðar stundir með Auði og familíu. Aðal málið var að skoða Vasaskipið, sögufrækt sænskt skip sem sökk á 17. öld en var grafið upp á sjötta áratugnum, hreinsað og gert að safni. Listasafn var byggt yfir skipið og allt var þetta hið fróðlegasta og flottasta safn. Börnin drukku í sig þekkinguna og það var mjög ánægjulegt hvað þau voru áhugasöm. Eftir Vasaskoðunina þá fórum við í Unibanken sem er svona míníútgáfa af Astrid Lindgren safninu. Það var líka mjög skemmtilegt, sérstaklega atriðið úr Kalla á þakinu. Allt var þetta svo gríðarlega sænskt . Síðan var bara arkað á sýningar og allir með.  Við fórum meðal annars á Andy Warhol sýningu, Tolouse Latreck og sænska náttúrumynjasafnið. Þar skoðuðum við heimsins stærsta kvikmyndahús. Gríðarlega var það skemmtilegt, maður lifði sig algjörlega inní viðfangsefnið og fannst á tímabili að maður væri kominn til Egiptalands að skoða píramídana gömlu.  Og svo skoðuðum við Charles Chaplin sýningu í Menningarhúsinu sænska. Þar voru óborganlegar kvikmyndir Chaplins ásamt ljósmyndum frá ferli hans.  Mikið var síðan gott að fá sér að borða, sænskar pulsur (ojjjj) á skreyttum diski sem ollu mikilli kátínu í annars kúltíveruðu umhverfi Nýlistasafnsins.   

Síðan á föstudeginum langa elduðum við þessa gasalegu frönsku máltíð að hætti Petrínar Rós samkennara Sigmars í MS. Máltíðin hitti í mark og allir voru ánægðir. Jú, og Roger eldaði líka ekta sænskar kjötbollur alveg gómsætar á bragðið.  Hlíðarhjallafamilían átti sína bestu páska í áraraðir.