Alfa í netheimum

Tuesday, May 23, 2006

"Peace in the walley"

Nú er allt með kyrrum kjörum. Cash kvöldið liðið og ekki laust við að það sé pínu tómleiki á eftir, þetta var svo vel heppnað. Mér skilst að Álftanesgengið sé búið að spóla fram og til baka á Cash síðunni og enn í svaka gír. En hjá Mama Cash hljómar bara "Peace in the Walley" á Yarisinum. Munið þið annars ekki eftir "Peace in the Walley" sem Johnny Cash tók á tónleikunum í San Quintin fangelsinu? Hann byrjaði á því að segja: "We would like to hit one serious note ..." Síðan hljómaði lagið svo ljúflega og June var svo djúsí þarna í bakröddum.

Thursday, May 11, 2006

Í góðum gír

Ég er á fullu að undirbúa Cash kvöldið góða og hlakka mjög til. Eftir vinnu fórum við Vigdís ásamt Aðalsteini í bæinn og kíktum í Spútnik, Rokk og rósir og Gyllta köttinn. Ég verð að segja að ég vissi ekki að June Carter væri komin aftur í tísku. Þarna voru ekta 1950-1960 kjólar, akkúrat svona eins og amma og mamma klæddu sig í á árunum áður. Var svo ánægð þegar dóttir mín sagði mér að mömmur vinkvenna hennar myndu ekki klæða sig í kjóla úr þessum búðum!

Fórum síðan og fengum okkur Smoothie ís og Cappucino og vorum bara nokkuð brött svona í lok dags. Veðrið var líka svo fallegt, en samt dálítið kalt. Fór síðan á góðan fund um kvöldið og það var svo gott að hitta góða félaga sem eru á svipaðri hillu í lífinu.

Saturday, May 06, 2006

Langur og sólríkur Laugardagur

Sólríkur og góður dagur. Við gengum niður Laugaveginn og kíktum í Spútnik og fleiri búðir. Gasalega smart föt þarna. Fórum líka á Hressó, gat ekki stillt mig um að fá mér caputino og heita eplaköku með rjóma. Aðalsteinn litli er farinn að kunna sig í kaffihúsamenningunni og fær sér alltaf heitt kakó og súkkulaðiköku og auðvitað rjóma líka. Allt mannlífið lifnaði í sólinni.
Heimsótti Gunnhildi vinkonu mína á Nesið um kvöldið og við horfðum á sólarlagið úr útsýnisturninum góða. Um nóttina iðaði blokkin af unglingapartíi, menn voru í hrókasamræðum úti á svölum og sýndu engin þreytumerki.