Alfa í netheimum

Friday, March 30, 2007

Krabb, krabb, krabb

Nú er húsmóðirin á bænum í hevý verkefni við að endurreisa heilsuna.
"Litlir björgunarsveitarmenn" eru tilbúnir tilverka og verða að næstu vikurnar.
Er búin að fá hlýjar kveðjur frá vinkonum og vinum og er hrærð yfir því. Var að ljúka við að lesa bókina "Fimm manneskjur sem þú hittir á himnum" og það er yndisleg lesning. Síðan gaf ein vinkona mín mér bók um faðmlög. Alveg frábær bók sem ég mæli með. Já, nú er bara að herða upp hugann, virkja familíuna í heimlisstörfum og leggja í hann alveg kokhraust og hress.

En ég er bara fúl yfir öllum kostnaðinum sem fer í lyfja- og læknisþjónustu. Í hvert skipti sem maður hittir sérfræðing borgar maður nokkra þúsundkalla. Síðan er nú afslátturinn af lyfjum eitthvað minni en lofað var. Jú, og síðan er gríðarlega dýrt að fara í myndatökur hjá kerfinu, kostar heilar 18.600 kr. Segi nú ekki meira. Hrikalega lélegt heilbrigðiskerfi sem ræðst á veika og kroppar af þeim pening við öll tækifæri. Á bak við afsláttarkortakerfið hjá TR er hrikalega dýrt bákn og margir starfskraftar sem kosta mann snúninga þegar maður hefur um nóg annað að hugsa. Já, ég er bara grautfúl. Ekki það að ég tými ekki að borga, en mig langar bara að kaupa allt annað en lyf og læknisþjónustu sem maður er löngu búin að borga fyrir. Og hana nú ...

Friday, March 23, 2007

Kvedja fra Kanari

Kaeri Adalsteinn og co.
Vìd hofum thad gott her a Kanari. Thad er mjog eydilegt her og Sahara sandur yfir ollu. Thegar eg skrifa thetta erum vid a Blues haetid i baenum og thad er mjog gaman. Leitt ad heyra med Gullveigu, en svona er ad eiga lifandi fiska. Keypti handa ther gjafir i dag. Hafdu thad gott hja bróa og systu. Knuskvedjur fra pabba og mommu.

P.S. Ertu buin ad kikja i geldudyrabudina til ad skoda nyjan gullfisk ?

Sunday, March 18, 2007

Heilsan í fyrrirrúmi

Nú er verkfni framundan varðandi heilsuna hjá húsmóðurinni á bænum. Fjölskyldan ætlar að vera ægilega dugleg, og eru menn strax byrjaðir að æfa sig. Hjónakornin ætla að safna kröftum á Kanarí og börnin verða heima og sjá um sig sjálf. Nú er bannað að leggja sig um miðjan dag, dóttirin skúrar einu sinní í viku og menn skiptast á því að elda og kaupa inn. Algjör lúxus ...:-)