Alfa í netheimum

Thursday, April 24, 2008

Gleðilegt sumar



Nú er sumarið komið á Fróni. Við mæðginin fórum í skrúðgöngu, svona ekta Kópavogsgöngu sem endaði í Smáranum að venju þar sem Tóti trúður kynnti atriðin. Við hittum sanna Kópavogsbúa í göngunni að venju: Unni dóttur Þórunnar Hjartardóttur, Stebbu Þórunnar systur og slektið þeirra.

Það er heilmikil gerjun í gangi í Hlíðarhjallanum og ungviðið að velta ýmsu fyrir sér varðandi menntunarmöguleika og fleira. Vigdís, heimasætan á bænum er að spá í framhaldsmenntun eftir stúdentsprófið og það er gríðarlega spennandi að vera að klára menntaskóla. Einhvern veginn allir vegir opnir og lífið fullt af möguleikum. En núna erum við allavega að undirbúa veisluna, spá í dress á stúlkuna og fleira. Síðan ætlar Kristín Hlíf Auðardóttir að koma til okkar og vera hjá okkur í sumar. Hún kemur auðvitað í veisluna og fékk meira að segja fríí sínum sænska skóla til þess að gleðjast með frænku sinni.

Nú og svo ætla allir að skella sér til Majorka með Þórunni Hjartardóttur og familíu. Þessar Majorka ferðir eru orðnar að föstum punkti í tilverunni hjá Hlíðarhjallafamilíunni. Og allir hlakka gríðarlega til ...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home