Alfa í netheimum

Tuesday, August 28, 2007

"Bara heima"


Af mér er allt gott að frétta. Er komin í veikindafrí og ætla að safna kröftum og verð í læknismeðferð fram að áramótum. Hef það gott heima, en sé samt að það er fullt starf að vera lasinn. Hægt er að hafa nóg fyrir stafni ef maður vill. Hef t.d. farið í yoga í Ljósinu og hitt þar fólk sem er að glíma við veikindi. Síðan er gönguhópur frá Landspítalanum þrisvar í viku í Laugardalnum. Það er mjög fín grúppa sem hittist þar ásamt hjúkrunarfræðingi eða sjúkraþjálfara. Jú, svo er bara að draga andann djúpt og anda að og segja einn og anda frá og segja tveir ... og þá kemur þetta allt saman.

Nú er Valgeir minn fluttur að heiman í námsmannaíbúð og er gasalega ánægður með sig. Mömmu finnst dálítið óþægilegt að geta ekki lengur rassakastast í hans málum, en hann er að spjara sig mjög vel. Íbúðin er lítil og smart einstaklingsíbúð í Grafarvoginum. Hann er bíllaus pilturinn og ætlar að notast við almenningssamgöngur í skólann. Já, bara duglegur drengur.

1 Comments:

  • At 7:37 AM, Anonymous Anonymous said…

    ja flott blogg alfa litla

     

Post a Comment

<< Home