Alfa í netheimum

Monday, May 14, 2007

Risessan í stuði


Brugðum okkur um helgina í bæinn til að sjá frönsku Risessuna. Það var algjör upplifun. Hittm fullt af skemmtilegu fólki og okkur fannst þetta besta götuleikhús sem við höfum á ævinni séð. Annars er bara allt gott að frétta af húsmóðurni, hún er bara hress og hraust þrátt fyrir allt.
Síðan er Lundúnaferð á döfinni og það er gríðarleg stemning fyrir ferðinni. Fraukurnar eru komnar með Vindáshlíðarfíling, farnar að útbúa lista yfir föt, finna til regnhlífar, munda pyngjuna og bara rífa upp steminguna. Inga bíður á hinni línunni og undirbýr Kvenfélagið. Búið er víst að panta merktan bíl og við verðum eins og drottningar í stórborginni. Höfum nú uppgötvað að við erum víst vaxnar uppúr rölti á Oxford Street. Nú skal bara spígsporað um Regent Street og Kensington High Street. Þar bíða víst flottustu búðirnar í táninu.

Myndin er af Aðalsteini fyrir framan strætóinn sem Risessupabbi skar í sundur í skapofsakasti!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home