Alfa í netheimum

Friday, April 20, 2007

Rífandi stemning á Mr. Skallagrímssyni


Við fórum með vinnunni á Sögusetrið í Borgarnesi á síðasta vetrardag. Það var mjög skemmtilegt. Fyrst var boðið í mat og síðan hófst leiksýningin Mr. Skallagrímsson í flutningi Benedikts Erlingssonar. Þetta var allt mjög skemmtilegt og sýningin stórkostleg, bæði upplýsandi og með miklum húmor og skemmtilegheitum. Það var gríðarlega gaman að mæta á söguslóðir Eglu og vera bent út um gluggan þar sem knörrin lögðu að á landnámsöld. Já, nú ætla ég bara að drífa börnin mín á sýninguna og sjá leikritið aftur. Nú, ekki er verra að draga fram Eglu og rifja aðeins upp ættarsögu Kveldúlfs, tveggja Þórólfa, Egils, Ásgerðar, Gunnhildar og allra sögupersónanna. Títt var rætt um sveitarstjórnarmál í Noregi um 870 og þá í tengslum við Harald Hárfagra. Sögusetrið í Borgarnesi er alveg frábært framtak. Hér að ofan eru vinnufélar mínir, þeir Guðjón og Maggi Héðins í góðum fíling áður en sýningin hófst. Ekkert smá flott dísæn húfa sem GM skartar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home