Alfa í netheimum

Sunday, April 01, 2007

Líka fermig hjá Þórunni Hjartadóttur og fjölskyldu


Við vorum boðin til Tótu og familiu í fermingarveislu Júlla. Veislan var að að sálfsögðu haldin í Framsóknarsalnum í Kópavogi. Þarna var margt um manninn, örugglega um 100 manna veisla með íslensku og þjóðlegu bakkelsi og þvílíkum hnallþórum og gúmmolaði. Tóta var í sparidressinu og Júlli var svo fallegur, í teinóttum fötum og í bleikri skyrtu með bleikt bindi. Familían var á fullu í eldhúsinu og allt var þetta með miklum myndarbrag. Gaman var að sjá allt fólkið þarna í veisluni. Normið hjá Þórunni er svo stórt og allir eru alltaf velkomnir. Vinir og vandamenn úr Hlíðarhjallanum, Unnar þrjár og fleiri sem ég kann ekki að nefna. Auðvitað var Gunni Svenna bróðir mættur með sparibindið. Hér að ofan er undirrituð, Tóta og Gunni og Larson sjálfur á bakvið. Umræðurnar voru fjörugar, rætt um álver og bílaviðgerðir, pólitík og margt fleira skemmtilegt. Bara að manni hitnaði ekki í hamsi ...

1 Comments:

  • At 10:31 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sólbrún og fín eftir Kanarí. Jakkinn flottur, er þetta sá sem þú keyptir í fríhöfninni? Það er ekki ónýtt að vera boðin í svona glæsilegar fermingaveislur. Fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina um allar terturnar. Heyrumst, Sigrún

     

Post a Comment

<< Home