Alfa í netheimum

Tuesday, November 21, 2006

Dúna núna

Erum búin að lenda í ótrúlegustu ævintýrum með gistingu. Héldum að við hefðum dottið í lukkupottinn því það tókst að redda fyrir okkur íbúð með öllu. Ég brunaði á staðinn og tók íbúðina án þess að skoða hana fyrst. Í ljós kom að þetta var ósamþykkt íbúð og hálfgerð brunagildra. Við vorum svo lukkuleg að geta hent þvotti í þvottavél, en í ljós kom að afrennslið af vélinni lenti í klósettvaskinum sem var lítill. Þannig að þegar þvottavélin dældi af sér flæddi uppúr vaskinum og rafmagnsleiðslur voru líka eitthvað skrítnar. Ekki nóg með það heldur var íbúðareigandinn á efri hæðinni geðill og leiðinleg. Hún fékk áfall af því að Sigmar lagði bílnum sínum fyrir aftan bíl dóttur hennar og það var dauðasynd og mikið æsingamál að hafa bílastæðamálin í lagi. Síðan fórum við að hugsa. Svona tökum við á móti erlendu vinnuafli og látum það hýrast í ósamþykktum holum víð á dreif um bæinn. Myndum við vilja að það væri svona komið fram við okkur fjarri heimalandinu, nei aldeilis ekki. Við bara pökkuðum saman og fórum á Dúnu og erum þar núna :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home