Alfa í netheimum

Wednesday, October 04, 2006

Nýkomnar frá Köben



Ég er nýkomin frá Köben og fór með Vidísi og Maríönnu Magúsdóttur vinkonu hennar. Þetta var fín helgarferð. Stelpurnar krossuðu upp og niður Strikið og keyptu sér ný föt og alls konar glingur. En Strikið nægði þeim ekki alveg heldur fóru þær líka í einhverja Fiskitorfu (Fisketorven) sem var stútfull af búðum, svona Smáralind. Ég ætlaði þangað með þeim - en meikaði ekki lengra en inn fyrir þröskuldinn og pantaði leigubíl niður í miðbæ! Bara flökraði við öllum búðarholunum - afsakið. Eitthvað var nú miðbærinn og gömlu húsin huggulegri.

Ég var hins vegar mestallan tíman ein með sjálfri mér á kaffihúsum, söfnum og einhverjum búðum eða bara á göngu um miðborgina. Fílaði stemninguna í Nýhöfninni, hafði nóg að lesa og bara andaði að mér danska kúltúrnum. Fór t.d. á Bertels Thorvaldsens museum og það var mjög áhrifamikið. Maðurinn gerði víst um 500 skúlptúra á æfi sinni og alveg magnað að sjá verkin hans. Danirnir hafa byggt stórt safn utanum skúlptúrana og það var mjög flott. Ég vildi endilega að stelpurnar færu þangað - en það var vonlaust að fá þær þarna inn. Gasalega er ég annars ánægð með Vigdísi - hún er mjög velheppnuð stelpa og með opinn huga þó hún hefði ekki áhuga á skúlptúrunum hans Thorvaldsens.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home