Alfa í netheimum

Tuesday, October 03, 2006

Hereford og Hard Rock


Þær stöllurnar voru semsagt aðallega á Strikinu og fóru reyndar á eitt safn, Erotisk museum (svona typpasafn....) og voru gasalega hrifnar. Ég fékk mér bara kaffi á meðan og las Flugdrekahlauparann. Ég var orðin sársvöng á öllum lýsingunum í bókinni á ilmandi naan brauði, safaríku kebab kjöti og hrísgrjónum. Hefði alveg verið til í að prufa afganskan eða indverskan mat í ferðinni - en ekki komst það fyrir í dagskránni og ekki er ég heldur viss um að stúlkurnar hefðu verið til í það. Nei, við skyldum sko borða á HardRock eða Hereford steikhouse og almennilegar amerískar steikur eða hamborgara - takk fyrir.

Við skoðuðum sívalaturninn á leiðinni í Christaníu. Stelpurnar gengu upp í turninn (um 400 þrep) en ég bara fékk mér danska rjómapönsu og kaffi sem var mjög notalegt. Síðan héldum við ferðinni áfram til að skoða Christaníu og kíktum á stemninguna þar. Nóg var af dótaríi til sölu, afgreiðslumennirnir reykjandi eitthvað annað en venjulegar sígarettur og eitthvað var ilmurinn í loftinu öðruvísi en maður er vanur! Stúlkurnar skoðuðu þarna skartgripi og hasspípur og fleira sem maður sér ekki annars staðar.

Vigdís og Maríanna á myndinni hér að ofan á safninu vinsæla með erótískt listaverk á milli sín sem vakti mikla kátínu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home