Alfa í netheimum

Thursday, June 29, 2006

Hitastigið var alla vikuna milli 34 til 37 stig sem er 10-12 gráðum meira en meðalhiti í lok júní. Við vorum gjörsamlega að bráðna og gátum lítið annað gert en að liggja undir sólhlíf í skugga og kæla okkur öðru hvoru í sundlauginni. Við mælum með Panoramica sem er fjölskyldurekið hótel rétt fyrir utan Bardolini sem er lítill bær við Garda vatnið. Það var svo heimilislegt að sjá ömmuna á níræðisaldri vera að vökva blómin og soninn og barnarbörnin vera í hótelþjónustunni. Kaffið hjá þeim var líka mjog gott. Okkur var síðar sagt að Bardolini svæðið við suðaustur Garda væri fallegasti hlutinn og skemmtilegastur við vatnið. Við keyrðum í kringum vatnið og römbuðum fyrir tilviljun inn í svokallað "Movieland." Þetta var svona stæling á amerísku kvikmyndaveri eins og þau eru í Hollywood. Í kvikmyndalandi var allt að gerast, upptökur voru á hárinu, Rambo var í skotbardaga að frelsa ástkonu sína og Blues Brothers voru að skemmta ásamt aðlandi dansmeyjum. Við vorum æðisilega upprifin og dvöldum í kvikmyndaverinu allan daginn. Blues Brothers heilsuðu okkur og buðu okkur í bíltúr í Blues brothers bílnum sem var lögreglubíll sem þeir höfðu stolið. Þetta var allt saman listamannalega vel gert og skemmtilegt. Allt svona amerískt og Hollywoodlegt. Við brugðum okkur í kafbát og árið var 1942. Þetta var "Das Boat" þýska kvikmyndin um kafbátinn sem sökk í heimsstyrjöldinni síðari. Við fórum auðvitað niður í bátinn og urðum rennandi blaut og vorum ægilega skelkuð þegar báturinn sökk og hafnaði á hafsbotni. Það frussaðist vatn inn í bátinn og hann skakaðist allur til og frá. Þetta atriði var það eina sem ekki var amerískt í stúdíóninu. Mikið vorum við fegin að komast aftur út í hitamolluna.

Myndin hér að ofan er af Blues bræðrunum og Aðalsteini ásamt mömmu sinni. Nú ætlum við svo sannarelga að leigja myndina og skoða hana ofan í kjölinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home