Alfa í netheimum

Sunday, June 04, 2006

Brunch og steinsteyptar verur


Við buðum Siggu vinkonu hennar Vigdísar í Brunch í morgun. Vigdís var búin að tala svo mikið um hana Siggu vinkonu. Sigga þetta og Sigga hitt, þannig að ég var orðin ansi forvitin að hitta stúlkuna. Ég undirbjó allt svaka vel, tók til í íbúðinni og nú var aldeilis ástæða til. Á borðum var nýbakað ólífubrauð, ekta breskar bakaðar bítlabaunir, beikon og auðvitað skrömluð egg. Síðan voru náttúrulega þambaðir margir lítrar af kaffi, eins og gengur. Gesturinn mætti til okkar stundvíslega og reyndist vera þessi ljúfa, vel gefna og huggulega stúlka, ættuð af Álfhólsveginum í Kópavogi. Við áttum góðar samræður og spjall um allt mögulegt; Aðventistaskóla, Smárabíó og myndirnar þar og margt fleira skemmtilegt. Hún var með ákveðnar skoðanir þessi unga dama og mættu fleiri hafa svona skynsamlegar skoðanir á lífsstíl unglinga í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Vigdis hins vegar brá sér út á lífið nóttina áður og var ekki í beint í Brunch forminu, en ... gengur bara betur næst.

Síðan var svo kjörið að fá sér bíltúr á Álftanesið í eftirmiðdaginn og dvöldum við þar langt fram eftir kvöldi í pönnukökum og öðru góðgæti. Gasalega afslappandi að vera svona í sveitinni með börnin. Þarna voru ýmsar furðuverur, naut og svanir steinsteyptar úti í náttúrinni á meðal geimskutlu í túni!

1 Comments:

  • At 12:17 PM, Anonymous Anonymous said…

    I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
    »

     

Post a Comment

<< Home