Alfa í netheimum

Thursday, June 29, 2006

Við Gardavatn á Ítalíu


Við höfum verið við Gardavatnið síðan 21. júní. Ég leitaði grimmt að Netkaffistað til þess að geta bloggað upplivelsið en engir voru þeir sem við funndum við Garda. Vorum með háleitar hugmyndir um kúltíverað sumarfrí í Flórens og Písa á eigin vegum en öll plön hrundu vegna sólarhita. Þegar við skildum við Vigdísi í Trieste þá leigðum við okkur bílaleigubíl og rúlluðum af stað til Veróna. Ég var tilbúin með Dalmatíu músíkina fráVasco vini mínum síðan við fórum í sjóferðina til Rovinj. Vasco jóðlaði og söng alla leiðina til Veróna Króatísk lög frá Dalmatíu; Marínara; Neka Neka og fleira skemmtilegt sem ég fílaði ansi vel, en feðgarnir ekki eins hrifnir. Það var þessi gríðarlegi hiti í Veróna, örugglega hátt í 40 stiga hiti. Við rétt kíktum á Arena hringleikahúsið en það var lokað þegar við komum. Arena er eitt af elstu hringleikahúsum heims og þar eru reglulega haldnir tónleikar með frægum listamönnum. Eric Clapton var þarna bókaður bráðlega og Ítalíusjarmörinn Andrea Boticelli. Við komum okkur snarlega í burtu úr hitanum og keyrðum til Garda. Fyrir einskæra tilviljun þá fundum við gasalega gott hótel með sundlaug og öllu og smelltum okkur á það. Hótelið heitir Panoramica og dregur væntanlega nafn sitt af útsýninu yfir vatnið, en ekkert var útsýnið vegna hitamisturs.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home