Alfa í netheimum

Tuesday, July 25, 2006

Livet er ikke de værste man har ...

Með batnandi veðurspá fyllist maður bjartsýni. Nú á að hitta ættingjana austur í sveitum og eiga góðan dag með familíunni. Heilsan er öll uppávið og lundin er að verða léttari. Nú er bara að draga fram sommerlitteraturen ... Það er víst nóg af góðu lesefni til. Til dæmis er ég komin með í hendurnar bók sem heitir: "The seven sisters" og er eftir Margaret Drabble. Bókin þykir afar skemmtileg og lýsir hugarheimi konu sem er að takast á við nýtt líf eftir skilnað. Stórspaugilegt er að lesa lýsingar hennar á nýjum lífsstíl og málefnum sem tilheyra því að vera einhleypur. Síðan er ég með aðra bók sem er enn áhugaverðari og heitir hún "Kaffeslabberas" eftir kaffiþerapistan Tinu Scheftelowitz. Tína þessi kennir Dönum að drekka eðalkaffi og hafa þau hjónin rekið AMOKKA kaffihús á østerbro í nokkur ár. Vinkona mín sem er að pakka búslóðinni sinni gaukaði þessum góðu bókum að mér. Þarna eru kaffiréttir og girnilegt og gómsætt meðlæti - aldrei að vita nema að maður töfri fram eðalkaffi og gúmmolaði ...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home