Alfa í netheimum

Monday, November 06, 2006

Þakklátir Pólverjar

Um helgina lenti ég í ótrúlegustu ævintýrum. Ég gaf heimilistækin úr eldhúsinu mínu og óskaði eftir smá aðstoð við að henda dóti í Sorpu í staðinn. Til mín hringdi fólk úr öllum áttum og síminn stoppaði ekki alla helgina. Ungt listafólk tók bakaraofninn og helluborðið í nýja sumarbústaðinn sinn, hefði heldur viljað gefa þetta einhverjum öðrum! Ungur laghentur maður kom og hirti uppþvottavélina. Rúsínan í pylsuendanum voru síðan Pólverjar sem fengu ísskápinn sem ég hélt að enginn vildi. Unga fólkið var svona gasalega hrifið, fór með skápinn heim til sín og hann var bara svo sætur þegar hann var kominn inn til þeirra. Í ljós kom að þetta fólk bjó í íbúð í Hlíðunum og vantaði allt í búið. Við gáfum þeim það sem til féll og mikið voru þau þakklát.

Já, ég hef verið að hugsa mikið um þetta fólk og litlu stúlkuna þeirra. Ekki erum við að bjóða þeim uppá glæsilegar aðstæður. Þetta er semsagt fólkið sem er að vinna störfin sem við lítum ekki við. Menn geta bara hírst í kjallaraholu á dýnu með teppi yfir sér. Algjör óþarfi að eiga sófa eða sjónvarp. Og lítla stúlkan, hún getur bara lært á gólfinu. Og svo er maður að velta því fyrir sér hvernig heimilistæki maður eigi að kaupa, Miele eða DiDitrich. Hvort ætli sé betra???

2 Comments:

  • At 1:31 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já það eru örugglega margir nýbúar í þessari stöðu og líka nokkuð margir íslendingar sem ekki geta hent út eldhúsinnréttingunni og verið með valkvíða yfir því hvaða dýra merki þeir eigi nú að velja. Mér finnst þetta fallega gert af þér Alfa að gefa það dótið þitt og hjálpa um leið þeim sem vantar helstu nauðsynjar til að geta haldið heimili hér í okkar fallega landi.

     
  • At 3:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ohh þú ert svo örlát Alfa! Það er með ólíkindum! :o)

     

Post a Comment

<< Home