Alfa í netheimum

Sunday, January 14, 2007

Frú Casual smart

Bauð vinkonum mínum í hnallþórukaffi svona fyrir ekta "júffertur" eins og við erum. Gott að hitta karlana og börnin og við eigum auðvitað að vera miklu duglegri að draga fylgifiskana með. Nú erum við boðnar í stórafmæli um næstu helgi (sjá www.olol.is) og umræðan beindist auðvitað að dresscodinu sem er casual smart. Ella var ekki lengi að finna út úr þessu vandamáli. Hún dreif mig ásamt Þórdísi og Lóu litlu í Smáralindina og við örkuðum um Debenhams svona eins og við værum á raunveruleikaþætti á Skjá einum. Skemmtum okkur líka konunglega. Ella og Þórdís voru stílistarnir en ég viðfangið. Þær rassaköstuðust um alla búð og funndu ótrúlegustu flíkur. Ekki voru þær í vandræðum stúlkurnar. Keypti heilan helling fyrir spottprís og vitið þið - held ég sé orðin casual smart í eitt skipti fyrir öll. Ella og Þórdís takk kærlega fyrir hjálpina - gott að eiga svona góðar vinkonur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home