Alfa í netheimum

Saturday, February 24, 2007

Huggó á Nesinu


Frv. Kristján litli og Aðalsteinn með köttinn Gunnu.


Þetta var mjög fallegur dagur. Við Aðalsteinn fórum og fengum okkur morgunmat í bakaríinu á Dalveginum. Síðan skutluðumst við fram og til baka um höfuðborgarsvæðið og enduðum á Nesinu hjá Gunnhildi og fjölskyldu. Það var vorveður í lofti og vinkonurnar sátu bara úti á palli og prjónuðu. Að venju var mannmargt á bænum og von á 20 manns í mat.

Mikið var skrafað og hlegið. Nú skal blása til utanladsferðar og heimsækja vinkonu okkar í London. Rokurnar ætla að drífa sig og gera víðreist í borginni, fá sér te á Tiffanys og vera nú dálítið kúltúrlegar svona í eitt skipti fyrir öll. Ein kemur alla leiðina frá New York svo það stendur heilmikið til. Nú er bara að hrista af sér allt slen og rífa upp stemninguna ... Þessu má enginn okkar missa af.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home