Alfa í netheimum

Thursday, May 17, 2007

Velmegunarkleinur í Lundúnaborg

Kvenfélagskonurnar (sem nú ganga undir nafninu Velmegunarkleinur) eru komnar til London og fengu höfðinglegar móttökur hjá vinum sínum, sem búa í Kensington hverfinu. Þær gista í lúxushúsi á besta stað í borginni og örstutt er í Harrods og fleiri verslanir. Þær hafa uppgötvað að þær eru sko engir meðaljónar sem arka um Oxfordstræti. Nei, þær strauja kortin grimt í dýrustu búðum borgarinnar.

Dagurinn í dag hófst með kraftgöngu í Hide Park ásamt Robbie Williams og Paul McCartney. (Bakhluti Robbies var ansi flottur, Cartneys er aðeins farinn að síga!). Síðan tók við margra klukkustunda morgunverður og undirbúningur fyrir verslunardaginn mikla. Í hádeginu var farið í Harrods og aftur skyldi næra sig hresilega. Kvensurnar rassaköstuðst síðan um alla borg, en þó aðallega Kensington High Street. Um kvöldið var stímað á indverskan veitingastað í grenndinni. Gríðarleg stemning er í ferðinni ...:-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home