Alfa í netheimum

Saturday, May 19, 2007

Gaman í London

Föstudagurinn 18. maí hófst á trimmi í Hidepark með vinkonu okkar. Síðan tók við brunch á frönskum veitingastað í grenndinni, þar sem við búum í Suður Kengington. Síðan fórum við á stórskemmtilega sýningu í Victoria and Alberts Museum. Sýningin, hét Surrealism and Design og var meiriháttar skemmtileg, alltaf svo mikið líf, gleði og frumlegheit í súrealismanum. Þarna voru verk eftir Miró, Dalí og marga fleiri fræga listamenn. Síðan fórum við á kaffihús og fengum okkur kaffi og kökur. En rúsínan í pysluendanum var leikhúsferð í Victorias Palace Theater á Billy Elliot. Þetta var svo skemmtileg sýning, dans og söngur og dýpt í söguþræði. Kvenfélagskonurnar voru tárvotar á stundum og hrærðar inn að beini. Þarna fléttaðist verkalýðsaga saman við danslist og fleira. Kvöldið endaði á pizzustað með hlátursrokum og tilheyrandi. Okkur líður bara eins og prinsessum í London.

Laugardagurinn var eftirminnilegur. Vinur okkar vildi endilega bjóða okkur í brunch (úff hvað við erum vinsælar) á geggjuðum súsístað í London. Málsverðurinn hófst á því að við fengum litla þvottaklúta sem ekki er frásögufærandi, en þegar þjónarnir settu á okkur servétturnar þá varð mér hugsað til gamla fólksins á Hrafnistu. Já, það er ekkért púkalegt við það að láta setja sig stykki áður en maður nærist. Það er gert á flottustu súsístöðum í London og líka á Hrafnistu.!
Við örkuðum síðan eitthvað í búðir í lok dags, en um kvöldið skyldi aftur fara út að borða!
Það voru endurnærðar Kvenfélagskonur sem fóru síðan heim til sín á Sunnudeginum, búnar að treysta vinarböndin, anda að sér kúltúr og sinna búðarrápi. Gat ekki verið betur heppnað. Kæru vinir í London, innilegar þakkir fyrir okkur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home