Alfa í netheimum

Friday, April 28, 2006

Kidnípæ og súmóglíma



Við fórum til London og Manchester í vinnuferð, þrjár stöllur úr fyrirtækinu mínu, þ.e. ég, júlíana og Halldóra Baldurs. Við fórum á skemmtilega ráðstefnu og notuðum ferðina til þess að kíkja á London í leiðinni. Það var gríðarleg semning á hótelinu okkar, Regent hotel á Piccadilly sircus. Ég mæli með þessu hóteli þrátt fyrir langa og leiðinlega ganga, fátækleg herbergi og hörmulegan morgunmat. Hótelið er svakalega vel staðsett, stutt í leikhús og búðir og alltaf góðar grúppur í kjallaranum sem spila á kvöldin seinni part viku. Svona stemmning næst ekki á Players í Kópavogi. Þarna var ekta írsk músík og þrumu góðir hljófæraleikarar og bara gríðarlegt stuð og stemmning eins og þið sjáið á myndinni.

Skjalastjórnun og Súmóglíma

Við lærðum líka að til þess að kynna verkefnið okkar sem er skjalastjórnun í fyrirtækjum þá þarf að vera vakandi fyrir nýjum aðferðum til þess að breiða út boðskapinn og fá fólkið með sér. Súmóglímukapparnir á RMS ráðstefnunni í Manchester voru gríðarlega stæðilegir. Þeir stóðu berir og afhentu skjalakassa fyrir óvirk skjöl og við smelltum þessari mynd af í leiðinni. "Grannar og fíngerðar" konur eins og við bókstaflega hurfu við hlið þessara kraftajötna!

Enginn má yfirgefa London eða Manchester án þess að fá sér "kidnípæ" þetta er svona baka með kjöti eða einhverju álíka í inní ásamt grænum baunum og kartöflumús. Mér er sagt að hálfur líter af Guinnes bjór bragðist svakalega vel með þessu.


Tuesday, April 18, 2006

Börnin sjá um sig ...


Börnin ætla að vera dugleg og sjá um heimilið. Litli bróðir þarf að fara í skólann, útbúa nesti, sunddót og fara í skrúðgöngu á Sumardaginn fyrsta.
Vigdís verður húsmóðir á Yaris ...

Saturday, April 15, 2006

Laugardagur 15. apríl 2006 Alfa í netheimum



Þetta er fyrsta bloggið mitt. Ég ákvað að prófa að setja upp bloggsíðu, en finnst þetta dáltítið sérstakur miðill. Bloggið er nokkurskonar opinber dagbók fyrir alla áhugasama í netheimum. Þannig að það er um að gera að vanda sig.

Aðalsteinn er litli lestrarhesturinn minn og við áttum góðan dag saman. Ég kíkti í litlu svörtu bókina mína og þar stóð: " ... Ég verð að vera rólegur og stilltur í hverfulleika lífsins ..." Við fjölskyldan fórum niður í miðbæ Reykjavíkur, gengum Laugarveginn og enduðum á Hressó "... í hverfulleika lífsins." Við hittum Rannveigu frænku mína og áttum góða stund saman. Aðalsteinn, 9 ára, var svo impóneraður af hvalaskoðunarbisnessinum að við vorum að spá í að skella okkur í hvalaskoðun á Eldingunni á morgun kl. eitt, þrátt fyrir slæma veðurspá.