Alfa í netheimum

Saturday, May 19, 2007

Gaman í London

Föstudagurinn 18. maí hófst á trimmi í Hidepark með vinkonu okkar. Síðan tók við brunch á frönskum veitingastað í grenndinni, þar sem við búum í Suður Kengington. Síðan fórum við á stórskemmtilega sýningu í Victoria and Alberts Museum. Sýningin, hét Surrealism and Design og var meiriháttar skemmtileg, alltaf svo mikið líf, gleði og frumlegheit í súrealismanum. Þarna voru verk eftir Miró, Dalí og marga fleiri fræga listamenn. Síðan fórum við á kaffihús og fengum okkur kaffi og kökur. En rúsínan í pysluendanum var leikhúsferð í Victorias Palace Theater á Billy Elliot. Þetta var svo skemmtileg sýning, dans og söngur og dýpt í söguþræði. Kvenfélagskonurnar voru tárvotar á stundum og hrærðar inn að beini. Þarna fléttaðist verkalýðsaga saman við danslist og fleira. Kvöldið endaði á pizzustað með hlátursrokum og tilheyrandi. Okkur líður bara eins og prinsessum í London.

Laugardagurinn var eftirminnilegur. Vinur okkar vildi endilega bjóða okkur í brunch (úff hvað við erum vinsælar) á geggjuðum súsístað í London. Málsverðurinn hófst á því að við fengum litla þvottaklúta sem ekki er frásögufærandi, en þegar þjónarnir settu á okkur servétturnar þá varð mér hugsað til gamla fólksins á Hrafnistu. Já, það er ekkért púkalegt við það að láta setja sig stykki áður en maður nærist. Það er gert á flottustu súsístöðum í London og líka á Hrafnistu.!
Við örkuðum síðan eitthvað í búðir í lok dags, en um kvöldið skyldi aftur fara út að borða!
Það voru endurnærðar Kvenfélagskonur sem fóru síðan heim til sín á Sunnudeginum, búnar að treysta vinarböndin, anda að sér kúltúr og sinna búðarrápi. Gat ekki verið betur heppnað. Kæru vinir í London, innilegar þakkir fyrir okkur.

Thursday, May 17, 2007

Velmegunarkleinur í Lundúnaborg

Kvenfélagskonurnar (sem nú ganga undir nafninu Velmegunarkleinur) eru komnar til London og fengu höfðinglegar móttökur hjá vinum sínum, sem búa í Kensington hverfinu. Þær gista í lúxushúsi á besta stað í borginni og örstutt er í Harrods og fleiri verslanir. Þær hafa uppgötvað að þær eru sko engir meðaljónar sem arka um Oxfordstræti. Nei, þær strauja kortin grimt í dýrustu búðum borgarinnar.

Dagurinn í dag hófst með kraftgöngu í Hide Park ásamt Robbie Williams og Paul McCartney. (Bakhluti Robbies var ansi flottur, Cartneys er aðeins farinn að síga!). Síðan tók við margra klukkustunda morgunverður og undirbúningur fyrir verslunardaginn mikla. Í hádeginu var farið í Harrods og aftur skyldi næra sig hresilega. Kvensurnar rassaköstuðst síðan um alla borg, en þó aðallega Kensington High Street. Um kvöldið var stímað á indverskan veitingastað í grenndinni. Gríðarleg stemning er í ferðinni ...:-)

Monday, May 14, 2007

Risessan í stuði


Brugðum okkur um helgina í bæinn til að sjá frönsku Risessuna. Það var algjör upplifun. Hittm fullt af skemmtilegu fólki og okkur fannst þetta besta götuleikhús sem við höfum á ævinni séð. Annars er bara allt gott að frétta af húsmóðurni, hún er bara hress og hraust þrátt fyrir allt.
Síðan er Lundúnaferð á döfinni og það er gríðarleg stemning fyrir ferðinni. Fraukurnar eru komnar með Vindáshlíðarfíling, farnar að útbúa lista yfir föt, finna til regnhlífar, munda pyngjuna og bara rífa upp steminguna. Inga bíður á hinni línunni og undirbýr Kvenfélagið. Búið er víst að panta merktan bíl og við verðum eins og drottningar í stórborginni. Höfum nú uppgötvað að við erum víst vaxnar uppúr rölti á Oxford Street. Nú skal bara spígsporað um Regent Street og Kensington High Street. Þar bíða víst flottustu búðirnar í táninu.

Myndin er af Aðalsteini fyrir framan strætóinn sem Risessupabbi skar í sundur í skapofsakasti!