Alfa í netheimum

Friday, January 25, 2008

Ég er orðin amma


Það tilkynnist hér með að ég er orðin amma. Barnið heitir Snót Vigdísardóttir og er 6 vikna gömul. Snót litla er frekar órólegt barn, sífellt vekjandi athygli á sér. Hún hjalar þegar henni er sinnt og vill láta klappa sér. Síðan tekur heilmikinn tíma að sinna henni, gefa henni pela og skipta á henni. Já ömmuhlutverkið er mikið djobb. Vigdís á fullt í fangi með Snót, enda er hún órólegt barn sem þarf mikla umönnun. Hún vakir daga og nætur og ég velti því fyrir mér hvort hún sé nokkuð ofvirk og etv. með athyglisbrest. Það kemur örugglega allt í ljós síðar við nákvæma heilsufarsathugun. Snót er hin laglegasta snót í bleikum barnagalla.

Verst finnst Vigdísi að hún þarf að fara á tölvunámskeið um helgina og þá er spurning hvað eigi að gera við Snót litlu. Ef hú tekur hana með sér þá kannski truflar hún alla Eplanotendurna. Ef amma sinnir henni þá getur Vigdís misst punkta í lífsleiknikúrsinum. Afinn hefur ekkert að gera í allt barnastússið. Hann les bara bækur og er búin að fá nóg af barnauppeldi í bili. Það er því ekkert hægt að treysta á hann. Já, og Vigdís þarf að sofa í öðru herbergi því Snót litla er svo óróleg á nóttunni og amma hennar þarf að ná heilum nætursvefni. Já, svona gengur lífið í Hlíðarhjallanum. Semsagt rífandi stemning og barnalán.