Alfa í netheimum

Tuesday, July 25, 2006

Livet er ikke de værste man har ...

Með batnandi veðurspá fyllist maður bjartsýni. Nú á að hitta ættingjana austur í sveitum og eiga góðan dag með familíunni. Heilsan er öll uppávið og lundin er að verða léttari. Nú er bara að draga fram sommerlitteraturen ... Það er víst nóg af góðu lesefni til. Til dæmis er ég komin með í hendurnar bók sem heitir: "The seven sisters" og er eftir Margaret Drabble. Bókin þykir afar skemmtileg og lýsir hugarheimi konu sem er að takast á við nýtt líf eftir skilnað. Stórspaugilegt er að lesa lýsingar hennar á nýjum lífsstíl og málefnum sem tilheyra því að vera einhleypur. Síðan er ég með aðra bók sem er enn áhugaverðari og heitir hún "Kaffeslabberas" eftir kaffiþerapistan Tinu Scheftelowitz. Tína þessi kennir Dönum að drekka eðalkaffi og hafa þau hjónin rekið AMOKKA kaffihús á østerbro í nokkur ár. Vinkona mín sem er að pakka búslóðinni sinni gaukaði þessum góðu bókum að mér. Þarna eru kaffiréttir og girnilegt og gómsætt meðlæti - aldrei að vita nema að maður töfri fram eðalkaffi og gúmmolaði ...

Monday, July 24, 2006

Pabbi



Nú er pabbi minn orðinn veikur og kominn á sjúkrahús. Svona er víst lífið, það skiptast á skin og skúrir. Myndin er af Auði og pabba á jarðafarardag mömmu.

Saturday, July 22, 2006

Lífsins tröppugangur


Í góðri bók sem ég á stendur: "Þú stígur upp lífsins þrep, sem liggja til eilífðar ... Undirstöðurnar eru kannski vandséðar, týndar og faldar, en ef Guð væntir þess að þú klífir upp, þá hlýtur hann að hafa tryggt að þrepin bresti ekki." (24 st. bókin, bls. 204).

Prinsessuafmæli


Gönnsó vinkona mín átti afmæli um daginn. Hún hélt upp á það með pompi og prakt og gasalega var hún sæt með bleiku kórónuna ... Óhætt er að fullyrða að hún yngist með hverju árinu. Börnin busluðu í heitum potti á meðan fullorðna fólkið spjallaði og nærði sig á grilluðum humri. Eftirrétturinn var líka gómsætur; niðurskornir ávextir s.s. jarðaber, kíví, melónur og margt fleira með heitri March sósu og þeyttum rjóma. Namm namm ...

Saturday, July 01, 2006

Heillakallinn minn

Til hamingju með heilladaginn þinn, heillakallinn minn.
Héldum þessa fínu 10 ára afmælisveislu fyrir bekkjarfélaga Aðalsteins og fjölskyldumeðlimi. Krakkarnir fóru í ratleik sem teygði sig um Kópavoginn þveran og endilangan. Fjársjóðurinn fannst að lokum í Alfhólnum og menn skiptu glaðir góssinu á milli sín. Síðan var horft á Blues Brothers myndina og afmælisbarnið bara lukkulegt með daginn.