Kidnípæ og súmóglíma



Skjalastjórnun og Súmóglíma
Við lærðum líka að til þess að kynna verkefnið okkar sem er skjalastjórnun í fyrirtækjum þá þarf að vera vakandi fyrir nýjum aðferðum til þess að breiða út boðskapinn og fá fólkið með sér. Súmóglímukapparnir á RMS ráðstefnunni í Manchester voru gríðarlega stæðilegir. Þeir stóðu berir og afhentu skjalakassa fyrir óvirk skjöl og við smelltum þessari mynd af í leiðinni. "Grannar og fíngerðar" konur eins og við bókstaflega hurfu við hlið þessara kraftajötna!
Enginn má yfirgefa London eða Manchester án þess að fá sér "kidnípæ" þetta er svona baka með kjöti eða einhverju álíka í inní ásamt grænum baunum og kartöflumús. Mér er sagt að hálfur líter af Guinnes bjór bragðist svakalega vel með þessu.